Vorbasar Kópavogsdeildar

14. apr. 2012

Vorbasar Kópavogsdeildar verður haldinn laugardaginn 14. apríl  frá klukkan 12-16  í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11.

Það verður mikið úrval varnings á boðstólnum svo sem húfur, treflar, kragar, svuntur, töskur, handgerðir fylgihlutir og hárskraut, þæfðar ljósaseríur og margt fleira.

Afurðirnar sem til sölu verða eru unnar af sjálfboðaliðum í Basarhópi, Hönnunarhópi Plússins og  verkefninu Föt sem framlag. Sjálfboðaliðar úr Menntaskólanum í Kópavogi taka þátt með því að útbúa bakkelsi, sjá um að dreifa auglýsingum og  standa síðan vaktina á sjálfum basarnum ásamt öðrum sjálfboðaliðum.

Allur ágóði mun renna til verkefna deildarinnar innanlands.