Skyndihjálparnámskeið í Vík

23. feb. 2011

Miðvikudaginn 16 febrúar voru haldin tvö fjölsótt skyndihjálparnámskeið á vegum Víkurdeildar Rauða krossins í tilefni af 112 deginum.

Í fyrstu stóð til að halda aðeins eitt námskeið, en þar sem það troðfylltist var öðru námskeiði komið á, fyrir hádegi sama dag.

Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur var leiðbeinandi á báðum námskeiðunum og þátttakendur voru sammála um að kennsla hennar væri bæði lífleg og mjög greinargóð.

 

Stefán Pálsson slökkvilðsmaður sýnir faglega takta.
Margrét Ýrr sýnir vegagerðarmönnum hvernig nota á hjartastuðtækið.
Helga Halldórsdóttir ritari Víkurdeildar hnoðar.