Vor í Árborg hjá Rauða krossinum

17. maí 2011

Í tengslum við bæjarhátíðina „Vor í Árborg“ opnaði Árnesingadeild Rauða krossins hús sitt fyrir bæjarbúum síðasta laugardag.

Fjöldi gesta lagði leið sína til Rauða krossins og kynnti sér starfsemina. Prjónahópur deildarinnar sýndi afurðir hópsins sem í gegnum tíðina hefur lagt gríðarlega mikið til verkefnisins Föt sem framlag. Boðið var upp á kaffi og konfekt. Sjálfboðaliðar voru sammála um að vel hefði tekist til og stefna þeir á að gera þetta að árvissum viðburði.

Tilvitnunin á dagatalinu 14. maí á alveg einstaklega vel við þessa hátíð sjálfboðaliðanna; Hugleiddu hvað heimurinn væri miklu betri ef allir verðu fimm mínútum af hverjum degi til að bæta líf annarra.

Hjá Árnesingadeildinni eru margvísleg verkefni í gangi. Þeir sem áhuga hafa á að starfa sem sjálfboðaðar geta skráð sig hér.