HUX skólinn styrkir Rauða krossinn

14. apr. 2009

Lista- og tungumálaskólinn HUX á Eyrarbakka er fyrir börn á aldrinum fjögurra til 12 ára. Í tilefni þess að börnin voru að ljúka námskeiði um Afríku var haldin hátíð í skólanum þann 28. mars með opnu húsi. Börnin settu upp litlar búðir t.d. ísbúð, bakarí, tískubúð, pylsubúð, Nóatún og Bónus og einnig voru seldar vöfflur og kaffi.

Allan ágóðann kr. 50.131 gáfu börnin Rauða krossinum en draumur þeirra er að það verði byggður HUX skóli fyrir fátæk börn í Afríku.

Ragnheiður Ágústsdóttir starfsmaður Árnesingadeildar Rauða krossins hitti krakkana, tók við gjöfinni og þakkaði þeim og forráðamönnum skólans kærlega fyrir.