Sumarnámskeið Grindavíkurdeildar

Ágústu

18. maí 2011

Gleðinámskeið er ókeypis námskeið fyrir 7-9 ára börn.
Námskeiðin verða 18. – 22. júlí og 1. – 5. ágúst og haldin í Rauða kross húsinu að Hafnargötu 13 frá mánudegi til föstudags frá kl 9:00-16:00.
Á Gleðidögum eru m.a. eldri borgarar í hlutverki leiðbeinenda. Markmið námskeiðsins er að tengja saman kynslóðirnar og miðla reynslu og þekkingu þeirra á milli.
Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg. Meðal þess sem boðið er upp á eru: leikir,  prjónaskapur, tálgun, hnútabindingar, kveðskapur, söngur, ljósmyndun, skyndihjálp og vettvangsferðir.

Börn og umhverfi er námskeið fyrir ungmenni fædd 1999 eða fyrr. Námskeiðin eru 16 kennslustundir og eru haldin í Rauða kross húsinu að Hafnargötu. Staðfestingaskírteini að námskeiði loknu.
Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.
Námskeiðsgjald er kr. 4.500,-  Innifalið: Námsgögn.
1. Námskeið 20. – 23. júní
2. Námskeið 11. – 14. júlí
3. Námskeið 08. – 12. ágúst m/1. nætur útilegu.

Sækja þarf um þátttöku á námskeiðum fyrir 10. júní á grindavik@redcross.is  Upplýsingar hjá Ágústu í síma 823-1922