Leikskólabörn á Vík fengu reiðhjólahjálma

30. maí 2011

Börnin í efstu deild leikskólans í Vík fengu að gjöf reiðhjólahjálma frá Rauða krossinum. Það var Sveinn Þorsteinsson formaður Víkurdeildar og Helga Halldórsdóttir ritari sem hittu börnin og afhentu þeim gjöfina.