Hreinsunarstörf í kjölfar eldgossins í Grímsvötnum

15. jún. 2011

Sjálfboðaliðar Rauða krossins tóku virkan þátt í hreinsunarstarfinu í Vestur-Skaftafellssýslu í kjölfar eldgossins í Grímsvötnum í maí. Alls fóru þrír hópar, samtals 35 manns, í hreinsunarstörf á nokkrum sveitabæjum.

Þátttakendur í verkefninu TAKTI, sem er virkniúrræði fyrir atvinnulaus ungmenni, voru áberandi í starfinu en auk þeirra tóku sjálfboðaliðar úr ýmsum verkefnum þátt, auk Liðsauka Rauða krossins en það er hópur fólks sem gefur kost á sér í átaksverkefni þegar þörf er á duglegu fólki.

Rauði kross Íslands þakkar þessum duglega hópi fyrir framlag þeirra til aðstoðar þolendum hamfaranna.

Hægt er að sjá fleiri myndir á facebook með því að smella hér