Pólskar bækur til útláns á bókasöfnum / Polskie Ksiazki

22. maí 2008

Deildir Rauða krossins á Suðurlandi og Suðurnesjum hafa keypt nýjar bækur á pólsku. Um er að ræða samstarfsverkefni deildanna og bókasafna  á svæðinu þar sem bækurnar verða til útláns. Ekki þarf að kaupa bókasafnskort til að fá þessar bækur lánaðar á söfnunum. 

Bókasöfnin sem eru með í verkefninu eru; Bókasafn Ölfuss, Hafnarbergi 1 Þorlákshöfn (í Ráðhúsinu), Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi, Austurvegi 2 (rétt við hringtorgið), Héraðsbókasafn Rangæinga, Vallarbraut 16 á Hvolsvelli (við hliðina á Sundlauginni) og Bókasafnið í Grindavík, Víkurbraut 62 (við hliðina á Heilsugæslunni).

Polskie Ksiazki
Czerwony Krzyz w poludniowej czesci Islandii zakupil nowe ksiazki w jezyku polskim. Wszystkie biblioteki w rejonie wspólpracuja ze soba , takze ksiazki beda wymieniane równiez co jakis czas miedzy bibliotekami.

Wszystkich zainteresowanych zapraszamy do naszych bibliotek które znajduja sie :
Biblioteka Ölfuss, Hafnarbergi 1 Þorlákshöfn (w Ratuszu)
Miejsko-gminna biblioteka w Selfoss , Austurvegi 2 (przy  rondzie)
Biblioteka Rangæinga , Vallabraut 16 w Hvolsvelli (obok basenu)
Biblioteka Grindavik , Vilkubraut 62 (przy przychodni)
 
Zainteresowani nie musza wykupywac karnetow , ksiazki wypozyczane sa nieodplatnie.
Wszystkich informacji udzielaja wyzej wymienione biblioteki na miejscu.