Heimsóknavinanámskeið í Hveragerði
Hveragerðisdeild Rauða krossins stóð fyrir námskeiði fyrir heimsóknavini í húsnæði sínu að Austurmörk 7 í Hveragerði, miðvikudaginn 17. janúar.
Þátttaka var góð og áhugi á málefninu mikill. Nokkrir komu frá Selfossi þar sem nú þegar er öflugt starf heimsóknavina. Einnig voru þátttakendur frá Þorlákshöfn, en þar verður kynning á verkefninu 22. janúar og stefnt að námskeiði í framhaldi af því.
Í lok námskeiðsins var ákveðið að stefna að heimsóknaþjónustu í Hveragerði og nágrenni á næstu vikum. Stjórn mun sjá um undirbúninginn og kalla síðan þátttakendur saman að nýju til að setja verkefnið formlega í gang.
- Eldra
- Nýrra