Heimsóknavinir í Árnesingadeild kynna verkefnið

18. jan. 2007

Árnesingadeild Rauða krossins stóð fyrir kynningu á Selfossi á verkefni heimsóknavina.
Ragnheiður Ágústsdóttir starfsmaður Árnesingadeildar, sem er hópstjóri heimsóknavina á Selfossi, sagði frá starfsemi hópsins og Jóhanna Róbertsdóttir svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi og Suðurnesjum kynnti verkefni heimsóknavina í máli og myndum og svaraði fyrirspurnum. 

Sérstakur gestur á kynningunni var Þorgerður J. Guðmundsdóttir sérfræðingur í öldrunarmálum hjá sveitarfélaginu Árborg. Sagði hún þörf fyrir heimsóknavini vissulega víða vera mikla og var ánægð með kynningu af þessu tagi. Hún var afar þakklát sjálfboðaliðum Rauða krossins fyrir að sinna þessu mikilvæga málefni.

Þátttaka á kynninguna var mjög góð. Mikill áhugi var meðal þátttakenda á að námskeið fyrir heimsóknavini verði haldið sem fyrst og er stefnt að því fljótlega í febrúar