Rýmingaræfing í Víkurskóla

13. sep. 2011

Rýmingaræfing vegna hugsanlegs Kötlugoss fór fram í Víkurskóla í Vík í Mýrdal í dag. Rúmlega fimmtíu nemendur, kennarar og annað starfsfólk skólans tók þátt í æfingunni ásamt sjálfboðaliðum Rauða krossins.

Æfingin gekk hratt og vel. Börn og fullorðnir gengu fylktu liði frá grunnskólanum að leikskólanum, en þar er fjöldahjálparstöðin staðsett. Í fjöldahjálparstöðinni tóku sjálfboðaliðar Rauða krossins á móti þeim, tóku við skráningum og fylgdust með því að allt færi vel fram.

Börnin stóðu sig einstaklega vel. Þau voru yfirveguð og einbeitt, létu fjölmiðlamenn ekki trufla sig en leystu verkefnið með sóma.

 

 
 Kennarar og nemendur Víkurskóla ganga fylktu liði í átt að fjöldahjálparstöðinni.
 Kristinn J. Níelsson og nemendur 10. bekkjar.
 Helga Halldórsdóttir stjórnarmaður Víkurdeildar bíður eftir krökkunum.