Sjálfboðaliðar neyðarvarna í Árnessýslu brugðust skjótt við útkalli

19. mar. 2012

Neyðarnefnd Árnesinga- og Hveragerðisdeilda var kölluð í fjöldahjálparstöðina í Vallaskóla á Selfossi vegna brunans í húsnæði Sets og 800 bars 14. mars sl. Menn voru hræddir um að rýma þyrfti íbúðarhús í nærliggjandi hverfum vegna reyks.

En betur fór en á horfðist og ekki þurfti að opna fjöldahjálparstöð. Litið var á útkallið sem góða æfingu en það mættu 10 manns á innan við 10 mínútum.