Safnaði fyrir Rauða krossinn í afmælinu

20. apr. 2012

Maður sem ekki vill láta nafns sín getið vildi styrkja Rauða krossinn frekar en að fá afmælisgjafir þegar hann hélt upp á afmælið sitt.

Hann fékk lánaðan söfnunarbauk hjá Árnesingadeildinni og afhenti henni síðan afraksturinn auk þess sem hann bætti við sjálfur, samtals 50.000 krónur.

Deildin er afskaplega þakklát fyrir þennan rausnarskap.