Afhending viðurkenninga

23. maí 2012

Á aðalfundi Rauða kross Íslands síðastliðna helgi sem haldinn var í Reykjavík, veitti Rauði krossinn völdum sjálfboðaliðum viðurkenningar fyrir störf sín hjá félaginu.

Á meðal þessara sjálfboðaliða var Helga Halldórsdóttir, sem um árabil hefur starfað fyrir Rauða kross Íslands sem sjálfboðaliði í Víkurdeild.

Til hamingju Helga!