Rauði krossinn við útskrift leikskólanema

29. maí 2012

Útskriftarnemar leikskónans í Vík fengu heimsókn frá Rauða krossinum og lögreglunni við útskriftina þann 23. maí. 

Helga Halldórsdóttir og Sveinn Þorsteinsson frá Rauða krossinum afhentu börnunum reiðhjólahjálma að gjöf og Guðmundur Ingi lögregluþjónn fór yfir öryggisatriði í umferðinni og kenndi að nota hjálmana rétt.

Á myndinni eru börnin með gestunum. Nöfn þeirra eru: Þórhallur Gunnarsson, Helga Guðrún Ólafsd.Kolbeins, Sara Mekkín Sigurðardóttir, Egill Atlason Waagfjörð og Arnfríður Mára Þráinsdóttir.