Þjóðhátíðartjöldin til Rauða krossins

17. sep. 2012

Jónas Þór Sigurbjörnsson hjá Sólbakkablómum í Vestmannaeyjum sér um tjaldsvæðin í bænum og í ár tók hann sig til og safnaði saman tjöldum sem þjóðhátíðargestir skildu eftir. Hann yfirfór þau og nýtileg tjöld gaf hann til Rauða krossins.

Sigmar Georgsson, formaður Rauða krossins í Vestmannaeyjum, sagði tjöldin nýtast vel til neyðaraðstoðar á hörmungarsvæðum. Alls voru þetta yfir 50 tjöld og varlega áætlað um 500 þúsunda króna virði, auk þess talsvert af svefnpokum og kæliboxum.

Á myndinni er Sigmar með Eddu Angantýsdóttur starfsmanni deildarinnar ásamt Jónasi Þór.

Greinin birtist í Eyjafrettir.is