Gengið í öll hús í Grindavík.

8. okt. 2012

Göngum til Góðs gekk vel í Grindavík. 29 sjálfboðaliðar tóku þátt, gengið var í öll hús og söfnuðust á þriðja hundrað þúsund krónur.

Húsið opnaði kl. 10:00 og voru fyrstu sjálboðaliðar lagðir af stað um hálftíma síðar, en kapp var lagt á að ljúka söfnuninni fyrir kl. 14:00, því Grindvíkingar voru uppteknir eftir það á hátíðarsamkomu í Kvikunni í tilefni afmælis Guðbergs Bergssonar. Þar var undirrituð viljayfirlýsing um opnun sýningar um líf og feril Guðbergs.

Deildin þakkar sjálfboðaliðum og þeim sem tóku vel á móti göngufólki og létu í baukinn fyrir þeirra framlag.