Fatagámur við Fossbúð

11. okt. 2012

Víkurdeild Rauða krossins hefur komið fyrir fatagámi til söfnunar fyrir fatnað og annað sem nýtist Rauða krossinu við félagsheimilið Fossbúð Skógum.

Þetta er þriðji gámurinn sem Víkurdeild Rauða krossins setur upp, fyrir eru tveir í Vík, staðsettir fyrir aftan slökkvistöðina og við gamla sláturhúsið.