545 ungbarnapakkar frá áramótum

23. okt. 2012

Prjónahópur Rauða krossins í Árnessýslu eru nú búnar að framleiða 298 ungbarnapakka fyrir aldurinn 0-1 árs frá því að þær komu saman eftir sumarfrí. Frá áramótum hafa verið kláraðir 545 ungbarnapakkar sem koma í góðar þarfir hjá börnunum í Hvíta-Rússlandi.