Arnardrangur baðaður bleikum ljósum

14. nóv. 2012

Rauði krossinn í Vestmannaeyjum tók þátt í átaki Krabbameinsfélagsins og lýsti hús deildarinnar, Arnardrang, með bleikum ljósum í október vegna átaksverkefnis Eyjarósar sem er félag krabbameinssjúklinga í Eyjum.

Eyrarrós afhenti Rauða krossinum sex kastaraljós til að lýsa upp Arnardrang og deildin setti bleika filmu yfir ljósin til að taka þátt í átaki þeirra.