Sjálfboðaliðagleði í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans

5. des. 2012

Í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans verður haldin hátíð miðvikudaginn 5. desember í Efstaleiti 9 fyrir alla sjálfboðaliða Rauða krossins í Kópavogi. Hátíðin stendur yfir frá kl. 19.30-21.30 og verður margt góðra gesta. Við bjóðum meðal annars upp á upplestur, tónlistaratriði og söng. Einnig verða ljúffengar veitingar með jólalegu ívafi í boði. Þetta er kjörið tækifæri fyrir sjálfboðaliða deildarinnar til að hittast og skemmta sér saman á aðventunni.