Leikskólinn Álfheimar styrkja Rauða krossinn

4. mar. 2013

Börnin á leikskólanum Álfheimum á Selfossi komu færandi hendi til Rauða krossins með kennurum sínum og skólastjóra og gáfu föt sem þau eru hætt að nota. Kennararnir lögðu í púkkið sokka sem þeir höfðu prjónað til að setja í barnapakka til Hvíta-Rússlands.

Börnin fengu fræðslu um verkefnið og Rauða krossinn og síðan horfðu þau á myndina um Hjálpfús og ríkti grafarþögn á meðan. Ragnheiður starfsmaður Rauða krossins gaf þeim svo ís þegar þau löbbuðu aftur í skólann.

Á myndinni afhenda börnin Margréti hópstjóra fataverkefnisins fatapokana sína.

Þetta er í annað sinn sem leikskólinn Álfheimar kemur í heimsókn til Rauða krossins.