Börn og umhverfi - Námskeið 2013

26. mar. 2013

Rauði krossinn í Árnessýslu heldur námskeiðið Börn og umhverfi, fyrir einstaklinga á aldrinum 12-15 ára. 

Á námskeiðinu, sem er 16 kennslustundir, er farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, leiðtogahæfni, agastjórnun, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru: Lisbet Nilsdóttir leikskólakennari og Anna Margrét Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur og skyndihjálparleiðbeinandi.

Námskeiðin verða haldin að Eyravegi 23. á Selfossi.

a) 15. til 18. apríl kl.1630
b) 13. til 16. maí  kl.16.30

Námskeiðsgjald er kr. 6000.- sem er undir kostnaðarverði en deildin styrkir verkefnið með framlagi. Innifalið er nemendahandbók.Gjaldið greiðist í fyrsta tíma.

Hámarksfjöldi þátttakanda eru 20 á hvort námskeið.

Skráning

Nánari upplýsingar í síma 482-4445 og 892-1743 og á netfangið arnessysla@redross.is