Markaður Rauða krossins í Kópavogi

13. apr. 2013

Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Kópavogi verða með markað laugardaginn 13. apríl kl. 12-16 í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð. Þar verður til sölu fallegt handverk sjálfboðaliða auk þess sem veglegur kökubasar verður í boði. Mikið úrval á góðu verði.

Nemendur Menntaskólans í Kópavogi í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf sjá um markaðinn.

Allur ágóði rennur til verkefna Rauða krossins í Kópavogi.

Tilvalið að kaupa sumargjafir og styrkja gott málefni.