Skyndihjálparnámskeið þann 7. maí

26. apr. 2013


Getur þú hjálpað ..... þegar á reynir?   

Nú þegar sumarið er komið er tilvalið að skella sér á skyndihjálparnámskeið fyrir sumarfríið.

Rauði krossinn í Árnessýslu heldur 5 kennslustunda skyndihjálparnámskeið í húsnæði deildarinnar að Eyravegi 23,á Selfossi þriðjudaginn 7. mai kl.18 til 22. Þátttökugjald er kr. 4500.-

Flest stéttarfélög endurgreiða frá 50 og upp í 75% af námskeiðskostnaði.

Námskeiðið er ókeypis fyrir sjálfboðaliða deildarinnar og eru þeir hvattir til nota það tækifæri.

Skráning

Nánari upplýsingar í síma 482-4445, 892-1743 og á netfanginu arnessysla@redcross.is.

Að kunna skyndihjálp hefur bjargað mannslífum.