Leikskólakennarar í Vík rifja upp skyndihjálp

21. maí 2013

Rauði krossinn í Vík brást við beiðni leikskólans á staðnum um upprifjunarnámskeið í skyndihjálp. Helga Þorbergsdóttir leiðbeinandi í skyndihjálp setti upp tveggja tíma fræðslu fyrir kennara skólans. Helga er með kennurunum á meðfylgjandi mynd.

Það er ánægjulegt að fá beiðni frá vinnustöðum sem þessum og hvetur Rauði krossinn fleiri vinnustaði að feta í þeirra fótspor. Ef þinn vinnustaður hefur áhuga á að fá námskeið fyrir starfsmenn hafið þá samband í síma 570 4000.

Á heimasíðu félagsins er að finna upplýsingar um námskeið í skyndihjálp sem eru á dagskrá.