Víkurdeild tekur á móti sjálfboðaliðum í Hveragerði

28. maí 2013

Rauði krossinn í Vík tók á móti sjálfboðaliðum Hveragerðisdeildar þegar þeir fóru í árlega vorferð eftir starf vetrarins. Eftir ferð í Kötlusetur tók Sveinn Þorsteinsson formaður Víkurdeildar á móti hópnum í kirkjunni þar sem hann fór yfir starfið síðustu misseri, en hjá deildinni mæðir hvað mest á viðbrögðum í neyðarvörnum. Að lokum var borðað á veitingastaðnum Ströndinni.

Ferðalangar virtust hafa ánægju af ferðalaginu enda fróðlegt að hitta sjálfboðaliða á öðrum vígstöðvum.

Sjá fleiri myndir á fasbókarsíðu Rauða krossins í Hveragerði