Börn og umhverfi kennt í grunnskólanum í Vík

30. maí 2013

Rauði krossinn í Vík útskrifaði 11 börn af námskeiðinu Börn og umhverfi. Að þessu sinni var gerð tilraun í samstarfi við grunnskólann að færa kennsluna inn í 6. – 8. bekk og var því um skyldunám að ræða. Börnin hafa því fengið grunnfræðslu í skyndihjálp sem nýtist þeim vel því mörg þeirra gæta systkina sinna og annarra barna.

Mæltist þetta vel fyrir. Móðir eins barnsins sagði frá því að barnið hennar hefði nú þegar beitt kunnáttu sinni þegar hún varð fyrir lítilsháttar slysi.

Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Helga Þorbergsdóttir og Guðlaug Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingar og Halla Ólafsdóttir leikskólakennari.