Skyndihjálpartaska í nýja leikskólann í Vík

30. maí 2013

Rauði krossinn í Vík var við vígslu nýs leikskóla í Vík á dögunum. Formaður deildarinnar Sveinn Þorsteinsson afhenti leikskólanum skyndihjálpartösku að gjöf. Á myndinni er Sveinn ásamt Katrínu Björk Kristinsdóttur deildarstjóra sem tók við gjöfinni.