Starfslok Stefaníu Hákonardóttur

5. jún. 2013

Stefanía Hákonardóttir hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Rauða krossins á Suðurnesjum eftir 16 ára farsælt starf. Deildin mun fá að njóta krafta hennar áfram þar sem Stefanía tekur að sér verkefni sem sjálfboðaliði. Sem þakklætisvott var Stefaníu fært hálsmen í kveðjugjöf.

Rauði krossinn á Suðurnesjum þakkar Stefaníu fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í lífi og starfi.

Á meðfylgjandi mynd eru Stefanía Hákonardóttir (t.v.) og Guðbjörg Ágústa Sigurðardóttir formaður Rauða krossins á Suðurnesjum.