Sjálfboðaliðagleði 5 desember

5. des. 2013

Sjálfboðaliðagleði í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans 05.12.2013

Í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans verður haldin gleði fimmtudaginn 5. desember í Rauðakrosshúsinu Efstaleiti 9. Hátíðin stendur yfir frá kl. 18-20. Ellen Kristjánsdóttir söngkona kemur og syngur fyrir gesti og þá mun Jónína Leósdóttir lesa upp úr bók sinni  Við Jóhanna.

Einnig verða ljúffengar veitingar með jólalegu ívafi í boði. Þetta er kjörið tækifæri fyrir sjálfboðaliða Rauða krossins til að hittast og skemmta sér saman á aðventunni.

Sjálfboðaliðar deildarinnar sem ætla að mæta eru vinsamlega beðnir um að tilkynna þátttöku í síma 554 6626 eða með tölvupósti á [email protected]  fyrir 3. desember.