Óvissuferð sjálfboðaliða Vestmannaeyjadeildar

24. sep. 2013

Rauði krossinn í Vestmannaeyjum bauð í vor 23 sjálfboðaliðum í óvissuferð eftir vetrarstarf síðasta vetrar. Farið var að morgni með Herjólfi í Landeyjahöfn og heim aftur seint um kvöldið.

Fyrsti viðkomustaður var í Grænuhlíð „sumarhús Eddu og Sigmars.“ Þar fengu allir kaffi og meðlæti og síðan var haldið að Sólheimum í Grímsnesi. Þar fékk hópurinn leiðsögn og fræðslu um svæðið og starfsemina.

Þaðan var haldið í Garðyrkjustöðina Friðheima í Reykholti. Knútur garðyrkjubóndi sýndi stöðina og fór yfir framleiðsluferlið og bauð síðan hópnum upp á tómatsúpu með brauði og kaffi á eftir.

Næst lá ferðin austur undir Eyjafjöll og eldfjallasafnið á Þorvaldseyri var skoðað.

Ferðin endaði í kaffi í Fjósinu að Steinum undir Eyjafjöllum.