Slys og veikindi barna Kópavogi

10. feb. 2014

Rauði krossinn í Kópavogi heldur námskeiðið Slys og veikindi barna:

10. og 12. febrúar 2014 kl. 18-21 báða dagana í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð.
Á námskeiðunum er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna, andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús.

Námskeiðin geta gagnast öllum þeim sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi.

Inntökuskilyrði: Þátttakendur séu 16 ára eða eldri.

Þátttökugjald er 10.000 krónur.

Skráning