• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Víkurdeild færir Krísuvík bókagjöf

5. maí 2014

Rauði krossinn í Vík hafði frumkvæði að því að taka við bókagjöf frá Bókasafninu í Vík með það í huga að það væri hægt að koma bókunum fyrir þar sem þær kæmu að góðum notum.

Meðferðarheimilið í Krýsuvík var heldur ánægt með bókakostinn sem er vel þeginn þar á bæ.

„Guðlaugur Bjarnason hefur séð um bókasafnið síðan 2012 og hefur haft sérstakan áhuga á því að koma því í lag og að fá meira pláss fyrir bækurnar sem hefur knúið okkur til þess að fara að skoða alvarlega hvernig við sjáum fyrir okkur framtíðarbókasafn Krýsuvíkur,“ sagði Þorgeir Ólason forstöðumaður Meðferðarheimilisins. Hann þakkaði kærlega fyrir bókagjöfina sem mun nýtast skjólstæðingum Krýsuvíkur mjög vel.