Víkurdeild útskrifar 39 í skyndihjálp í maí

15. maí 2014

Rauði krossinn í Vík hélt tvö 4ra tíma skyndihjálparnámskeið í maímánuði.

Aðsókn var góð en alls 39 einstaklingar luku námskeiði og létu vel af fræðslunni.

Leiðbeinandinn Helga Þorbergsdóttir hjúkrunarfræðingur lauk leiðbeinendanámskeiði hjá Rauða krossinum á síðasta ári og var þetta frumraun hennar við kennsluna.

Stjórn Víkurdeildar vill þakka Helgu kærlega fyrir.