Vinkonur halda tombólu

17. júl. 2014

Tara Karitas Saithong Óðinsdóttir og Lilja Dögg Jóhannsdóttir héldu tombólu í Vík í Mýrdal á góðum sumardegi. Þær stöllur vildu styrkja Rauða krossinn og þau góðu málefni sem hann stendur fyrir. Sveinn Þorsteinsson formaður Rauða krossins í Vík tekur við því sem safnaðist 9.000 krónum.