• _SOS7379-Edit

Sjálfboðaliðagleði Rauða krossins í Kópavogi

5. des. 2014

Í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans verður haldin gleði föstudaginn 5. desember í Rauðakrosshúsinu Efstaleiti 9. Hátíðin stendur yfir frá kl. 19-21.

Sigurbjörg Þrastardóttir mun lesa upp úr nýrri ljóðabók sinni Kátt skinn (og gloría). Síðan mun Edda Björgvinsdóttir vera með einn af sínum bráðskemmtilegu fyrirlestrum. Það er því um að gera að mæta tímanlega til að missa ekki af neinu.

Einnig verða ljúffengar veitingar með jólalegu ívafi í boði. Þetta er kjörið tækifæri fyrir sjálfboðaliða Rauða krossins í Kópavogi til að hittast og skemmta sér saman á aðventunni.

Sjálfboðaliðar deildarinnar sem ætla að mæta eru vinsamlega beðnir um að tilkynna þátttöku í síma 570 4060  eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is  fyrir 3. desember.