• IMG_4243

Jólatónleikar á Stokkseyri til styrktar Sjóðnum góða

2. des. 2014

Hjónakornin Úní og Jón Tryggvi, sem saman kalla sig UniJon, bjóða til Jólatónleika í Stokkseyrarkirkju þann 7. desember kl 20:00.

UniJon hafa seinustu árin leikið jólalög um borg og bý í kringum jólahátíðina. En hafa nú ákveðið að bjóða uppá rólega og notalega jólatónleika í heimabænum sínum Stokkseyri. Tónleikarnir verða til styrktar Sjóðnum góða.

Sjóðurinn góði er samstarfsverkefni Rauða krossins, Árborgar, kirkjunnar og félagasamtaka Árnessýslu. Sjóðurinn góði er hugsaður sem aðstoð fyrir hátíðirnar til handa þeim sem ekki eiga fyrir nauðþurftum. UniJon vilja leggja sitt af mörkum til að tryggja þeim, sem mest þurfa á því að halda, gleðilegra jóla.

Þessi árstími er tími friðar og kyrrðar, og leggja því UniJon mikla áherslu á notalegu og rómantísku jólalögin. Gömlu góðu Íslensku jólalögin fá að hljóma auk nokkurra erlendra.

Komið og eigið notalega kyrrðarstund í Stokkseyrarkirkju með UniJon og styrkið gott málefni. Þau lofa að gera sitt besta til að  koma öllum í jólaskap.

Aðgangseyrir eru litlar 1500 kr, og mun hluti miðaverðs renna til Sjóðsins góða. Auk þess sem fólki gefst kostur á að styrkja Sjóðinn góða enn meir, þar sem það verða baukar á staðnum ef fólk vill.

UniJon minna jafnframt á að það verður ekki posi á staðnum.