• 7fr9czyw

Njóta þess að koma saman og láta gott af sér leiða

8. des. 2014

Nokkrar kátar konur frá Hellu og Hvolsvelli hittast annan hvorn fimmtudag og prjóna eða hekla saman í verkefninu föt sem framlag. Á dögunum gengu þær frá 34 ungbarnapökkum sem sendir verða til Hvíta-Rússlands. Rauði krossinn í Hvíta-Rússlandi tekur við þeim og dreifir til þeirra sem á þurfa að halda. Alls hafa komið 130 ungbarnapakkar frá þessum vaska hópi það sem af er árinu.

„Við erum á öllum aldri og njótum þess að hittast og hlæja saman um leið og við látum gott af okkur leiða,“ segir Aðalheiður Sigurðardóttir ein þeirra sem nýtur félagsskaparins.

Aftast frá vinstri standa: Þórhalla Þráinsdóttir, Petrína Sæmundsdóttir, Aðalheiður Sigurðardóttir og Helga Baldursdóttir. Fremst standa Chyntia Sepulveda Benner (umsjónarmaður) og Árný Oddsdóttir. Á myndina vantar Sigrúnu Sveinbjarnardóttur og Jónu Marteinsdóttur.