Gjafir til þeirra sem fá enga pakka

17. des. 2014

Elísabet Erla Birgisdóttir og Freyja Margrét Birgisdóttir komu færandi hendi í Rauða krossinn á Selfossi með fullan kassa af gjöfum sem þær hafa safnað allt árið með það í huga að gefa til barna sem fá fáa eða enga pakka um jólin. Eru þetta gjafir sem þær hafa fengið sjálfar og geymt. Rauði krossinn þakkar stúlkunum hlýhug og fallegar hugsanir.