Senda ljós og ósk um gleði út í samfélagið

7. jan. 2015

Nemendur úr Sunnulækjarskóla á Selfossi komu saman á aðventunni og föndruðu kerti sem þau gáfu til Rauða krossins.

Hugsunin með verkinu var m.a. að senda ljós og ósk um gleði og frið út í samfélagið. Fulltrúar nemendaráðs hittu Erlu Sigurjónsdóttur starfsmann Rauða krossins í Árnessýslu og afhentu henni þessa hlýju gjöf.

Nemendur á mynd (frá vinstri): Alma Rún Franzdóttir, Egill Hermannsson, Veigar Atli Magnússon og Sandra Aradóttir.