Grunnskólabörnin í Vík taka þátt í 112 deginum

11. feb. 2015

Rauði krossinn í Vík hélt upp á 112 daginn með því að heimsækja Grunnskólann í Vík ásamt Slökkviliði Mýrdalshrepps og Björgunarsveitinni Víkverja. 

Rauði krossinn tók með sér skyndihjálparbrúður og allir fengu að prufa og fengu grunnleiðbeiningar í endurlífgun. Slökkviliðið gaf börnunum límmiða með 112 merkinu, bók og sýndi ásamt Björgunarsveitinni tæki sín og tól sem er alltaf jafn spennandi að skoða.