Leikskólar heimsóttir á 112 daginn

12. feb. 2015


Rauði krossinn í Árnessýslu hélt 112 daginn hátíðlegan í gær. Allir leikskólarnir sex á Selfossi voru heimsóttir og fengu þeir að gjöf sjúkratöskur og veggspjöld. Aðrir leikskólar á starfssvæði deildarinnar munu síðan fá heimsókn á næstu dögum. 

Börnin tóku vel á móti Rauða krossinum og höfðu frá ýmsu að segja, á sinn einleiga hátt, um meiðsl og annað sem komið hefur fyrir þau.

[Mynd 1]
[Mynd 2]
[Mynd 3]
[Mynd 4]
[Mynd 5]
[Mynd 6]