Aðalfundur Rauða krossins í Vík - fundargerð

20. feb. 2015

Aðalfundur Víkurdeildar Rauða krossins á Íslandi haldinn í Suður-Vík fimmtudaginn 19. febrúar kl. 20:30.

Mættir eru eftirtaldir aðal- og varamenn í stjórn: Sveinn Þorsteinsson formaður, Helga Halldórsdóttir ritari, Guðrún Inga Sveinsdóttir gjaldkeri, Haraldur M. Kristjánsson, Magðalena Jónsdóttir. Ennfremur Helga Þorbergsdóttir skyndihjálparleiðbeinandi, Rima Feliksasdóttir, Hafdís Eggertsdóttir, Gunnar Halldórsson. Gestir frá Rauða krossinum á Íslandi:  Sveinn Kristinsson formaður og Jóhann Róbertsdóttir verkefnisstjóri.

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Sveinn Þorsteinsson formaður kosinn fundarstjóri og Helga Halldórsdóttir fundarritari.

Gerðir fundarins:
Ragnhildur Einarsdóttir skólastjóri mætti í upphafi fundar og tók við gjöf deildarinnar til Víkurskóla, tvær skyndihjálpartöskur fyrir leikskóladeild ásamt plaggati um skyndihjálp og myndbandsdiskinn Hjálpfús.

1.    Skýrsla stjórnar:  Sveinn Þorsteinsson formaður flutti  skýrslu fyrir árið 2014

2.    Guðrún Inga Sveinsdóttir gjaldkeri skýrði reikninga deildarinnar.
a.    Tekjur ársins kr. 1.577.467
b.    Gjöld ársins kr. 1.057.114
c.    Tekjuafgangur kr. 520.363
d.    Eignir samtals kr. 5.583.326
Reikningarnir samþykktir og undirritaðir af stjórn.

3.    Verkefna og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2015 lögð fram til kynningar.

4.    Kosningar: Sveinn Þorsteinnson formaður endurkjörinn. Helga Halldórsdóttir óskar eftir að ganga úr stjórn. Rima Feliksasdóttir kosin í hennar stað. Kosinn var varamaður í stað Árna Rúnars sem fluttur er úr sveitarfélaginu; Sigurður Gísli Guðjónsson. Magðalena Jónsdóttir endurkjörin varamaður. Endurskoðendur endurkosnir; Æsa Gísladóttir og Helga Ólafsdóttir. Til vara Ragnheiður Högnadóttir og Guðrún Hildur Kolbeins. Í stjórnendateymi neyðarvarna í stað Helgu Halldórsdóttir er kosin Ragnheiður Högnadóttir. Fundurinn þakkaði Helgu Halldórsdóttur fyrir störf í þágu deildarinnar og deildin færði henni blómvönd. Helga þakkar fyrir samstarf liðinna ára og óskar nýjum stjórnarmönnum og deildinni allri velfarnaðar í störfum sínum.

5.    Gestir fundarins/Önnur mál: Jóhanna greindi frá að fræðsluhelgi stjórnarteymis neyðarvarna verður í apríl. Hún varpaði fram hugmynd að sjálboðaliðar deilda prjónuðu sokka og ættu til taks í deildinni ef taka þarf á móti hröktu fólki. Þá lagði hún áherslu á að deildir hugleiddu vel varðveislu gagna deildarinnar þannig að saga deilda- fundargerðir og gögn séu vel varðveitt. Þá var rætt um umræðu um að endurvekja svæðasamstarf í einhverri mynd. Um 50% sjálfboðaliða svöruðu könnun sjálfboðaliða – um 80% þeirra hafa tekið vikulega þátt í einhverju starfi á vegum deildanna.

Sveinn Kristinsson formaður Rauða krossins greindi frá því að hann hafi lagt áherslu á að heimsækja deildirnar bæði litlar og stórar. Ræddi um verðmæti í störfum sjálboðaliða – stærð og ábyrgð Rauða kross hreyfingarinnar. Vakti athygli á hversu öflugt innanlandsstarfið væri.  Starf Íslandsdeildarinnar mikils metið á erlendum vettvangi. Ræddi um mikilvægi þess að umbuna sjálfboðaliðum.

Formaður þakkar fundarmönnum fyrir fundinn, bauð nýja stjórnarmenn velkomna til starfa.

Fleira ekki gert – fundi slitið kl. 22.06

    Helga Halldórsdóttir, ritari.

[Mynd 1]
Helga Halldórsdóttir hefur setið í stjórn Rauða krossins í Vík frá árinu 2010 en hætti á þessum aðalfundi.Sveinn Þorsteinsson formaður deildarinnar færði henni blóm og þakkaði góð störf.
 
[Mynd 2]
Ragnhildur Einarsdóttir skólastjóri tók við gjöf til Víkurskóla, skyndihjálpartöskur, plaggat um skyndihjálp og myndbandsdiskinn Hjálpfús.
 
[Mynd 3]
Gestur fundarins, Sveinn Kristinsson formaður Rauða krossins á Íslandi og Sveinn Þorsteinsson formaður Rauða krossins í Vík ásamt fundargestum.
 
[Mynd 4]
Fundargestir.