Sálrænn stuðningur I Kópavogi

9. mar. 2015

Rauði krossinn í Kópavogi heldur námskeiðið Sálrænn stuðningur I:
9. mars 2015 kl. 18-21 í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð.

Á námskeiðinu fræðast þátttakendur um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum. Þátttakendur læra að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju.

Viðfangsefni eru meðal annars:

  • mismunandi tegundir áfalla
  • áhrif alvarlegra atvika á einstaklinginn
  • sálræn skyndihjálp
  • stuðningur við úrvinnslu alvarlegs atviks

 

Leiðbeinandi er Elín Jónasdóttir

Námskeiðið er öllum opið og námskeiðsgjald er 4.900 kr.

Skráning

Virkir sjálfboðaliðar Rauða krossins sem eru með sjálfboðaliðasamning sitja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Þeir eru beðnir að sækja um á kopavogur@redcross.is

Nánari upplýsingar má nálgast í síma 570 4060 eða á kopavogur@redcross.is