Prjónakaffi í Kópavogi

29. apr. 2015

Miðvikudaginn 29. apríl verður prjónakaffi hjá Rauða krossinum í Kópavogi. Við bjóðum alla sjálfboðaliða deildarinnar í verkefninu Föt sem framlag velkomna í kaffi milli klukkan 14 og 16. Eins og venjulega verðum verðum við í Rauðakrosshúsinu að Hamraborg 11, 2. hæð. Sjálfboðaliðar fá meira garn og eiga góða stund saman. Hlökkum til að sjá ykkur!