Fatamarkaður í Kolaportinu

3. maí 2015

Sunnudaginn 3. maí verður fjáröflunarhópur Rauða krossins í Kópavogi með úrval af prjónafatnaði til sölu. Sjálfboðaliðarnir í fjáröflunarhópnum eru búnar að prjóna mikið af nýjum og fallegum vörum sem verða í boði í Kolaportinu þennan dag. Þær ætla aðeins að vera þennan eina dag svo það er um að gera að kíkja við og fjárfesta í fallegri flík. 

 

[Mynd 1]
[Mynd 2]
[Mynd 3]