• Fani

Brotist inn í húsnæði Hveragerðisdeildar

8. okt. 2015

Brotist var inn í húsnæði Rauða krossins í Hveragerði aðfararnótt 7. október. Hurð að skrifstofunni virðist hafa verið sparkað upp. Allt var á á rúi og stúi og búið að færa skúffur og skápa og henda öllu á gólfið.

Það eru ekki mikil verðmæti í húsi Rauða krossins, einungis var tekin tölva og myndavél svo tjónið var mest í skemmdarverkum.

Sjálfboðaliðar hafa vinnuaðstöðu í húsnæðinu við að útbúa ungbarna fatapakka. Þar var öllu hent út um allt og hrúgað á gólfið.

Þeir sem búa yfir upplýsingum um málið geta haft samband við Lögregluna á Suðurlandi.