Áætlanagerð deilda lokið

10. nóv. 2006

Allar deildir á svæði Suðurlands og Suðurnesja hafa nú lokið við gerð áætlana sinna fyrir árið 2007. Mörg ný og spennandi verkefni eru á áætlunum í bland við hefðbundin og árviss verkefni deilda.

Sérstök áhersla er víðast hvar lögð á heimsóknavini, en það er verkefni sem fer vaxandi, enda mikil og vaxandi þörf fyrir slíkt í þjóðfélaginu.

Framundan hjá deildum eru námskeið af ýmsu tagi til að auka öryggi og færni fólks að taka þátt í starfinu, auk annarra verkefna sem á dagskrá eru í vetur.