Suðurnesjadeild Rauða krossins úthlutar jólavarningi frá fyrirtækjum í Reykjanesbæ

21. des. 2006

Fyrirtækið Mýr í Reykjanesbæ stóð á dögunum fyrir söfnun á jólapökkum fyrir þá sem minna mega sín. Mýr er jólamarkaður í eigu Helgu Steinþórsdóttur til húsa í Glerhúsinu á Fitjum. Viðskiptavinirnir settu jólapakka undir jólatréð merktan strák eða stelpu og aldur. Þeir voru síðan afhentir Suðurnesjadeild Rauða krossins sem kom pökkunum til barnanna.

Fyrirtækið Nesraf ehf. sem er í eigu þeirra Hjörleifs Stefánssonar, Jóns Ragnars Reynissonar og Reynis Ólafssonar færði Suðurnesjadeildinni að gjöf mikið magn af jólaskreytingum; seríum og allskonar gluggaskreytingum. Andvirði gjafarinnar er um  kr. 350.000. Mun deildin koma þeim til skila.

Þetta er frábært framtak og kann deildin þeim bestu þakkir fyrir.